Flug - Skoska leiðin

Málsnúmer 201908162

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 479. fundur - 26.08.2019

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fljótsdalshérað og samtök sveitarfélaga á Austurlandi hafa ítrekað lagt á það áherslu að skilgreina þurfi innanlandsflug sem almenningssamgöngur og að flugfargjöld verði þannig að íbúar úti á landi geti nýtt sér þá þjónustu sem er í boði. Verðlagning eins og hún er í dag er hins vegar þess eðlis að hún stendur eðlilegri nýtingu íbúa á þessari þjónustu fyrir þrifum og þar með aðgengi þeirra að nauðsynlegri grunn- og sérfræðiþjónustu sem að mestu er staðsett á höfuðborgarsvæðinu og rýrir þar með landshlutann sem búsetukost. Bæjarráð hvetur því samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að sjá til þess að hin svokallaða skoska leið komist til framkvæmda strax í byrjun árs 2020 líkt og kveðið er á um í samgönguáætlun næstu fimm ára sem samþykkt var á Alþingi 7. febrúar 2019.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.