Tillaga til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku

Málsnúmer 201802163

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 418. fundur - 05.03.2018

Í ljósi 4. töluliðar A-hluta tillögurnnar bendir bjarráð Fljótsdalshérað á að það telur óráðlegt að útiloka allar línulagnir yfir hálendi, eins og þar er gert ráð fyrir.
Bæjarráð bendir á að í sumum tilfellum má færa rök fyrir því að línulagnir um láglendi geti verið verri kostur með tilliti til sjónrænna áhrifa, heldur en línulagnir um hálendi. Má þar t.d. benda á svæði sunnan Vatnajökuls, sem sumhver eru innan þjóðgarðsmarka.
Einnig má benda á að orðið hálendi er ekki frekar skilgreint í tillögunni og að mjög ólík sjónarmið geta átt við um línulagnir yfir mismunandi hálendissvæði.