Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tekið verði undir umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um máli. Það er einnig til umsagnar hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og bæjarráð leggur til að bæjarstjórn taki saman umsögn sem einnig tekur tillit til þess sem frá nefndinni kemur.
Fyrir fundinum liggur erindi frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga vegna breytinga á mannvirkjalögum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur undir umsögn Sambandi íslenskra Sveitarfélaga um málið. Nefndin átelur þau vinnubrögð löggjafans að leita ekki umsagna sveitarfélaga um svo viðamikla breytingu sem komi til með að hafa áhrif til hækkunar á byggingarkostnað og auka útgjöld sveitarfélaga.