Atvinnu- og menningarnefnd

65. fundur 12. mars 2018 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varaformaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Aðalheiður Björt Unnarsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu,- menningar- og íþróttafulltrúi

1.Innviðagreining fyrir Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201610008Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mætti Jón Steinar Garðarsson Mýrdal frá Austurbrú og gerði grein fyrir vinnu við gerð innviðagreiningar fyrir sveitarfélagið.

Málið í vinnslu.

2.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið mættu Þorvaldur P. Hjarðar og Þórhallur Þorsteinsson frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs. Málið var síðast á dagskrá nefndarinnar 26. febrúar 2018.

Stefnt er að því að málið verði aftur á dagskrá næsta fundar og þá verði boðaðir aðrir eigendur Hjaltalundar og hollvinasamtök hússins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

Málsnúmer 201803008Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til umsagnar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu drög að Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum og drög að Umhverfisskýrslu stefnumarkandi landsáætlunar.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar þeirri vinnu sem lögð hefur verið í gerð áætlunarinnar og gerir ekki athugasemdir við drögin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 20. febrúar 2018

Málsnúmer 201803034Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 20. febrúar 2018.

Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um viðbótarframlag vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð/Minjasafn

Málsnúmer 201803033Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 2. mars 2018, frá Minjasafni Austurlands, þar sem óskað er eftir að eigendur safnsins leggi Minjasafninu til fjárframlag til að standa straum af kostnaði vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs í þeim kostnaði er 1.9 milljónir.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu enda rúmist þessi upphæð ekki innan fjárhagsramma málaflokksins í ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Beiðni um viðbótarframlag vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð/Héraðsskjalasafn

Málsnúmer 201803022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 5. mars 2018, frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga, þar sem óskað er eftir að eigendur safnsins leggi Héraðsskjalasafninu til fjárframlag til að standa straum af kostnaði vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs í þeim kostnaði er 690 þúsund.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu enda rúmist þessi upphæð ekki innan fjárhagsramma málaflokksins í ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.