Beiðni um viðbótarframlag vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð/Héraðsskjalasafn

Málsnúmer 201803022

Atvinnu- og menningarnefnd - 65. fundur - 12.03.2018

Fyrir liggur bréf, dagsett 5. mars 2018, frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga, þar sem óskað er eftir að eigendur safnsins leggi Héraðsskjalasafninu til fjárframlag til að standa straum af kostnaði vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs í þeim kostnaði er 690 þúsund.

Atvinnu- og menningarnefnd vísar erindinu til bæjarráðs til afgreiðslu enda rúmist þessi upphæð ekki innan fjárhagsramma málaflokksins í ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.