Iðnaðarlóðir við Miðás 22 og 24

Málsnúmer 201705076

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lagt er fyrir erindi Guðmars R. Stefánssonar fyrir hönd Brúarsmiða ehf. þar sem farið er á leit við sveitarfélagið um lækkun á gatnagerðargjöldum Miðás 22-24 vegna þess mikla kostnaðar sem yrði við jarðvegsskipti á lóðunum tveimur vegna mikillar dýptar.

Nefndin tekur jákvætt í erindið en óskar eftir að bréfritari mætir á næsta fund nefndarinnar.

Í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 71. fundur - 14.06.2017

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veittur verði afsláttur með vísan til heimildar í 6. gr. samþykktar um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði. Nefndin leggur til að af lóðunum Miðás 22 og 24 verði veittur 50% afsláttur af gatnagerðargjaldi. Reynist meðal jarðvegsdýpt af lóð nr. 22 meiri en 5 metrar mun nefndin endurskoða afsláttinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Guðmar Ragnar Stefánsson - mæting: 17:35

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 86. fundur - 28.02.2018

Lagt er fyrir erindi fyrir hönd Brúarsmiða ehf. þar sem þess er farið á leit við sveitarfélagið að álögð gatnargerðargjöld fyrir Miðás 22-24 verði endurskoðuð, vegna mikils kostnaðar við jarðvegsskipti.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd óskar eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi og fjármálastjóri gangi frá samningi um gatnagerðargjöld við umsækjanda og leggi fyrir næsta fund nefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 89. fundur - 11.04.2018

Lagður er fram samningur um gatnagerðargjöld lóðarinnar Miðás 22 - 24 við Brúarsmiði ehf.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir samninginn og felur skipulags og byggingarfulltrúa að afgreiða máliðið. Jafnframt samþykkir nefndin að lóðirnar Miðás 22 og 24 verði sameinaðar í eina lóð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.