Stjórnsýslukæra vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir lóðir A6 og B2 á Unalæk

Málsnúmer 201705121

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lögð er fyrir nefndina tilkynning um stjórnsýslukæru, mál nr. 48/2017 ásamt fylgigögnum frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, þar sem kærð er breyting á deiliskipulagi fyrir lóðirnar A6 og B2 á Unalæk á Völlum á Fljótsdalshéraði.
Með vísan til 10. og 13g. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er þess óskað að úrskurðarnefndinni verði send gögn er málið varðar innan 30 daga frá dagsetningu bréfs þessa, sbr. 5.mgr. 4.gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, og er sveitarfélaginu gefinn kostur á að tjá sig um kæruna til sama tíma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afhenda öll gögn sem málið varðar og rökstuðning sveitarfélagsins sem leiddi til samþykkta breytinganna á deiliskipulaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.