Umferðaröryggi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201503041

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 02.03.2015 þar sem Hörður Bjarnason hjá Mannvit vekur athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög taki umferðaröryggi föstum tökum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.
Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 02.03.2015 þar sem Hörður Bjarnason hjá Mannvit vekur athygli á mikilvægi þess að sveitarfélög taki umferðaröryggi föstum tökum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.
Bæjarstjórn samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 8. fundur - 26.03.2015

Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd 11.03.2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.
Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vinnuhópurinn samþykkir að fela starfamanni að boða til fundar með Vegagerðinni og lögreglunni til að ræða þeirra aðkomu að verkefninu. Samþykkt að boða til fundarins föstudaginn 17.04.2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Vinnuhópur um umferðaröryggismál - 9. fundur - 27.11.2015

Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd 11.03.2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.
Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu. Málið var áður á dagskrá 20.03.2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Vinnuhópurinn samþykkir að fela starfsmanni að afla frekari gagna í málinu og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 53. fundur - 24.08.2016

Lagt er fram erindi vinnuhóps um umferðaröryggi í sveitarfélaginu sem hér eftir verður til umfjöllunar og heyrir undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd þann 11.3.2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu. Málið var áður á dagskrá 20.3.2015.

Skipulags- og byggingarfulltrúi sendi fyrirspurn á verkfræðistofur og óskaði eftir tilboði/kostnaðarmati á gerð umferðaröryggisáætlunar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur kynnti sér samantekt þeirra upplýsinga.

Erindi í vinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 242. fundur - 07.09.2016

Málið er í vinnslu, sbr. bókun umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 54. fundur - 14.09.2016

Lagt er fram erindi vinnuhóps um umferðaröryggi í sveitarfélaginu sem hér eftir verður til umfjöllunar og heyrir undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd þann 11.3.2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu. Málið var áður á dagskrá 20.3.2015 og 24.8.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vera í sambandi við fulltrúa Vegagerðarinnar vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar Fljótsdalshéraðs og ræða aðkomu þeirra að áætluninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 243. fundur - 20.09.2016

Lagt er fram erindi vinnuhóps um umferðaröryggi í sveitarfélaginu, sem hér eftir verður til umfjöllunar og heyrir undir umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Eftirfarandi var bókað í umhverfis- og framkvæmdanefnd þann 11.3. 2015:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafin verði vinna við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað. Nefndin samþykkir að Umferðaröryggishópurinn stýri verkefninu. Málið var áður á dagskrá 20.3. 2015 og 24.8. 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að vera í sambandi við fulltrúa Vegagerðarinnar vegna gerðar umferðaröryggisáætlunar Fljótsdalshéraðs og ræða aðkomu þeirra að áætluninni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 58. fundur - 09.11.2016

Lagt er fram að nýju samantekt þeirra tilboða er bárust í gerð Umferðaröryggisáætlunar fyrir Fljótsdalshérað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að taka tilboði VSÓ.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falin úrlausn þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 247. fundur - 16.11.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lögð er drög að umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs, unnin af VSÓ verkfræðistofu, til kynningar.

Frestað.