Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2017

Málsnúmer 201705120

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Guðrún Ragna víkur af fundi undir þessum lið.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fyrirkomulagið verði óbreytt frá undanförnum árum, þ.e. að einn sláttur sé frír á einbýlis-, rað- og parhúsalóðum sem eru allt að 400m2 að stærð, afmarkaðar og tilheyra eingöngu húsnæði umsækjanda um slátt. Viðkomandi þarf að eiga lögheimil og hafa fasta búsetu í eigninni.

Ekki verður boðið upp á slátt á fjölbýlishúsalóðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Freyr Ævarsson