Beiðni um breytingu á deiliskipulagi frísundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi

Málsnúmer 201705067

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 70. fundur - 24.05.2017

Lagt er fyrir erindi frá Strympa - Skipulagsráðgjöf, Beiðni um óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi, fyrir hönd Rubin gistingar ehf.
Fyrir hönd Rubin gistingar ehf, kt.460206-0730 fer ég fram á að Fljótsdalshérað geri óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skógræktarfélags Austurlands í Eyjólfsstaðaskógi.
Breytingin felst í því að endurskilgreina landnotkun lóðar nr. 3 á svæði C (landnr. 157472) á þann hátt að heimilt verði að stunda þar rekstur gistiheimilis í flokki II.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hafnar erindinu.
Jafnframt bendir nefndin á að breytingar á landnotkun fellur undir aðalskipulagsbreytingar og ósk um slíkt þarf að berast frá landeiganda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.