Umsókn um stofnun nýrrar lóðar við Kirkjubæ

Málsnúmer 201708094

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Kirkjubæjar.

Máli frestað.

Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að afla álits lögfræðings á stöðu sveitafélagsins varðandi landskipti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 77. fundur - 27.09.2017

Umsókn frá Ríkiseignum um stofnun nýrrar landeignar í Fasteignaskrá úr landi Kirkjubæjar.

Mál var áður á dagskrá þann 13. september sl.

Erindi Ríkiseigna um stofnun lóða á jörðunum Kirkjubæ og Unaósi, er hafnað.

Fyrirliggjandi gögn bera ekki með sér að landskipti hafi fengið málsmeðferð samkvæmt 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004, sbr. 12. gr. laganna um landskipti. Þá virðast gögnin ekki uppfylla kröfur sem gerðar eru til gerninga um landskipti.

Þá lýsir nefndin nokkurri furðu yfir efni tillagna um skiptingu bújarðanna, sem m.a. fela í sér að húsakostur, þar með talið öll útihús bújarðanna, eru skilin frá landi þeirra. Með því er stofnað til óvissu um nýtingu eignanna sem bújarða til framtíðar.

Bent er á þá skilgreiningu jarðalaga að lögbýlisréttur merkir í lögunum sérhverja jörð sem hefur þann húsakost og það landrými eða aðstöðu að unnt sé að stunda þar landbúnað eða aðra atvinnustarfsemi og var skráð í jarðaskrá ráðuneytisins 1. desember 2003. Jafnframt er vísað til þess að VII. kafli jarðalaga og ábúðarlög nr. 80/2004, fjalla með almennum hætti um ráðstöfun ríkisjarða til ábúðar og réttindi og skyldur ábúenda og eigenda jarða.

Það er óeðlilegt að íslenska ríkið gangi fyrir með skiptingu og ráðstöfun jarða, sem virðast hafa það að markmiði að fara í kringum almennar reglur laga. Um stöðu jarðanna Unaóss og Kirkjubæjar er vísað til fyrri bókana Fljótsdalshéraðs, þar sem kvatt hefur verið til þess að Ríkiseignir stuðli að áframhaldandi ábúð á jörðunum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu