Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

Málsnúmer 201607001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 348. fundur - 04.07.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands, dags. 30. júní 2016 þar sem auglýst er eftir styrkjum úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir erindið og meta hvort þetta verkefni hentar sveitarfélaginu og undirbúa það fyrir umfjöllun í fagnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 350. fundur - 08.08.2016

Bæjarráð samþykkir að send verði inn umsókn til Minjastofnunar um styrk til skoðunar og mats á tillögum um verndarsvæði í byggð á Fljótsdalshéraði og felur atvinnu- menningar og íþróttafulltrúa framkvæmd málsins.

Atvinnu- og menningarnefnd - 38. fundur - 22.08.2016

Fyrir liggur til kynningar umsókn til Minjastofnunar Íslands vegna verndarsvæða í byggð, sem bæjarráð fól starfsmanni að vinna. Umsóknin hefur þegar verið send.

Atvinnu- og menningarnefnd - 40. fundur - 26.09.2016

Fyrir liggur svarbréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 15. september 2016, við umsókn Fljótsdalshéraðs, þar sem fram kemur að sveitarfélaginu er veittur styrkur til að kanna og meta svæði sem geta komið til greina sem verndarsvæði í byggð.

Atvinnu- og menningarnefnd fagnar styrknum og felur starfsmanni að leita leiða til að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 244. fundur - 05.10.2016

Fyrir liggur svarbréf frá Minjastofnun Íslands, dagsett 15. september 2016, við umsókn Fljótsdalshéraðs, þar sem fram kemur að sveitarfélaginu er veittur styrkur til að kanna og meta svæði sem geta komið til greina sem verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og fagnar styrknum og felur starfsmanni nefndarinnar að leita leiða til að koma verkefninu í framkvæmd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 364. fundur - 28.11.2016

Lögð fram drög að samningi Fljótsdalshérað við Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands um mat á mögulegum verndarsvæðum í byggð á Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 248. fundur - 07.12.2016

Lögð fram drög að samningi Fljótsdalshérað við Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands um mat á mögulegum verndarsvæðum í byggð á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 76. fundur - 13.09.2017

Fyrir liggur húsaskrá fyrir Selás, Laufás og hluta Lagaráss og Tjarnarbrautar sem unnin er í tengslum við verkefnið verndarsvæði í byggð.

Lagt fram til kynningar.