Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

348. fundur 04. júlí 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkrar tölur úr rekstri ársins og fór yfir þróunina það sem af er ári.

Rætt um úthlutun lóða við Klettasel og útfærslu á áður samþykktum afslætti lóða 2016 og greiðslum vegna lóðagjalda. Samþykkt að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að funda með lóðarhafa og gera tillögu að frágangi málsins í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

Lagðar fram viðmiðunarlaunatöflur sveitarstjórna, sem Samband sveitarfélaga hefur tekið saman. Samþykkt að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Kynnt á fundinum beiðni um að fá endurnýjaðan samning um leigu á beitarhólfi í landi Eiða, ofan þjóðvegar. Málið er í vinnslu.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Farið yfir rammann sem verið hefur í vinnslu og fyrstu tillögur að áætlun sem borist hafa frá nefndum sveitarfélagsins. Að því búnu samþykkti bæjarráð tillögu bæjarstjóra og fjármálastjóra um endanlegan ramma fyrir málaflokkana fyrir árið 2017.

3.Félagsmálanefnd - 145

Málsnúmer 1606019

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0

Afgreitt af félagsmálanefnd.

3.2.Jafnt búsetuform barna

Málsnúmer 201605043

Lagt fram til kynningar.

3.3.Tilkynning vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201606084

Lagt fram til kynningar.

3.4.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 841. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201606145

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Úttekt á stöðu mannréttindamála á Íslandi

Málsnúmer 201606138

Lagt fram til kynningar.

7.Forsetakosningar 25. júní 2016

Málsnúmer 201604129

Lagt fram bréf frá Sýslumanni, varðandi fyrirkomulag við utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Þar kemur fram að um 140 manns greiddu atkvæði á Bókasafni Héraðsbúa og yfir 400 á sýsluskrifstofunni á Egilsstöðum. Þakkar sýslumaður fyrir gott samstarf og telur að þetta fyrirkomulag hafi tekist vel.

8.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Lagðir fram minnispunktar frá fundi með Hjörleifi Guttormssyni sem haldinn var 27. júní sl. vegna hugmyndar um fræðasetur á Hjaltastað. Einnig komu fram ýmsar upplýsingar sem Hjörleifur hefur kynnt í þessu sambandi.
Eftir nokkrar umræður um málið og lestur á viðbótargögnum sem borist hafa, telur bæjarráð rétt að vísa málinu til frekari skoðunar hjá atvinnu- og menningarnefnd.
Bæjarráð telur hugmyndirnar áhugaverðar og feli í sér mikil tækifæri á Út-Héraði. Bæjarráð tekur jafnframt undir með Hjörleifi um að málið þurfi góðan undirbúning.

9.Tilraunaverkefni um rafrænar íbúakosningar

Málsnúmer 201606146

Lagt fram til kynningar á þessu stigi.

10.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

Málsnúmer 201607001

Lagður fram tölvupóstur frá Minjastofnun Íslands, dags. 30. júní 2016 þar sem auglýst er eftir styrkjum úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir erindið og meta hvort þetta verkefni hentar sveitarfélaginu og undirbúa það fyrir umfjöllun í fagnefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:00.