Lögð er fram tilkynning frá Varasjóði húsnæðismála um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði. Með vísun í reglugerð nr. 656/2002 er áætlað að ráðstafað verði að hámarki 20 milljónum vegna ársins 2016 og 20 milljónum á árinu 2017 til sveitarfélaga vegna sölu félagslegra íbúða. Skilyrði fyrir afgreiðslu umsóknar er: Að félagslegt húsnæði hafi staðið autt og lítil eftirspurn sé eftir húsnæði til leigu í sveitarfélaginu. Að samhliða sölu eignar verði gerðar breytingar á rekstri félagslegs húsnæðis. Umsókn fylgi rekstraráætlun sveitarfélags um rekstur félagslegs húsnæðis fyrir og eftir sölu eigna. Að með sölu eignarinnar sé leitast við að gera rekstur félagslegs húsnæðis í sveitarfélaginu sjálfbæran.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hreini Halldórssyni.
Umhverfis og framkvæmdanefnd telur að ekki sé ástæða að sækja um framlög vegna sölu félagslegra íbúða að þessu sinni.
Fyrir liggur tölvupóstur frá Hreini Halldórssyni.
Umhverfis og framkvæmdanefnd telur að ekki sé ástæða að sækja um framlög vegna sölu félagslegra íbúða að þessu sinni.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.