Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

347. fundur 27. júní 2016 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti ýmsar tölur úr rekstri sveitarfélagsins á árinu.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri lagði fram viðauka 4 við fjárhagsáætlun ársins 2016.

Bæjarráð samþykkir að áætluð laun í leikskólanum Tjarnarskógi verði hækkuð um kr. 1.100.000 og liðurinn tækjakaup á bæjarskrifstofu verði hækkuð um kr. 1.100.000.
Þessum aukna kostnaði verði mætt með fyrirsjáanlegri hækkun útsvarstekna, sbr. staðgreiðsluskil ársins, liður 00010-0020

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50

Málsnúmer 1606013

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 149

Málsnúmer 1606012

Afgreiðsla byggingarfulltrúa staðfest.

3.2.Almenningssamgöngur og skólaakstur/útboð

Málsnúmer 201606086

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að samið verði við eftirtalda aðila um almenningssamgöngur, á grundvelli tilboða þeirra í akstur á einstökum leiðum. Miðað er við kostnaðartölur pr. ár:

1.1 Almenningssamgöngur í þéttbýli:
Sæti hópferðir ehf. með 23.400.000,-kr

1.2.1 Akstur úr félagsmiðstöð:
Sæti hópferðir ehf. með 1.440.000,-kr

1.2.2 Egilsstaðir - Brúarás:
Sæti hópferðir ehf. með 8.000.000,-kr

3.3.Vatna- og sundfuglar á Jökulsá á Dal og endur á Lagarfljóti og vötnum á Fljótsdalsheiði árið 2015/sk

Málsnúmer 201606061

Bæjarráð tekur undir það álit umhverfis- og framkvæmdanefndar, að þar sem enn eru svo miklar breytingar / sveiflur í fjölda fugla á rannsóknarsvæðinu, sé eðlilegt að áfram verði fylgst með þróun mála.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

3.4.Davíðsstaðir deiliskipulag

Málsnúmer 201604053

Lagt er fram erindi Logg landfræði og ráðgjöf slf. fyrir hönd Dos Samsteypunnar ehf. dags. 7. apríl 2016, Lýsing vegna skipulagsáforma Davíðsstaða. Skipulagssvæðið er vestan við Borgarfjarðarveg (nr. 94) og hét áður Hleinargarður II og er skipulagt sem frístundarbyggð alls 89 lóðir. Með nýju skipulagi mun lóðunum fækka og í stað frístundarbyggðar verður landskilgreint sem landbúnaðarland fyrir skógrækt. Samhliða vinnu að nýju deiliskipulagi verður unnið að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar tekur bæjarráð jákvætt í skipulagsáform erindisins. Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa skipulagslýsingu Davíðsstaða sbr. ákvæði 30. og 40.gr. skipulagslaga 123/2010 þegar skipulagslýsing fyrir aðalskipulagsbreytingu berst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.5.Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni

Málsnúmer 201606060

Lagt er fram erindi, dagsett 08.06. 2016 frá Kristdór Þór Gunnarssyni fyrir hönd akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýnes laugardaginn 2. júlí 2016 frá klukkan 9:00 til c.a. kl.18:00. START mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar. Meðfylgjandi erindi er umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins, loftmynd frá umsækjanda ásamt skýringum og samþykki landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða leyfið, fh. sveitarfélagsins í samráði við slökkviliðsstjóra.
Jafnframt er ítrekuð bókun bæjarráðs af fundi nr.299, dags. 15.06. 2015, en þar er mælst til þess að framvegis verði slíkar umsóknir sendar inn með að lágmarki fjögurra vikna fyrirvara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Beiðni um girðingu milli tjaldstæðis og Mjólkurstöðvar

Málsnúmer 201606069

Málið er í vinnslu.

3.7.Umsókn um stækkun lóðar Mjólkursamsölunnar á Egilsstöðum

Málsnúmer 201606068

Málið er í vinnslu.

3.8.Tillaga um að fjölga ruslatunnum við göngustíga/gangstéttir

Málsnúmer 201605013

Málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og starfsmanni nefndarinnar.

3.9.Umsókn um byggingarlóð

Málsnúmer 201409088

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

3.10.Tilkynning vegna umsókna sveitarfélaga um framlög vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði

Málsnúmer 201606084

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

3.11.Mannvirki leigð til ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201506116

Í umhverfis- og framkvæmdanefnd voru lagðar fram að nýju verklagsreglur um álagningu fasteignagjalda á húsnæði, nýtt til útleigu til ferðamanna, sem samþykkt var í bæjarstjórn 16.12. 2015. Erindið var lagt fram að nýju til endurskoðunar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til við bæjarstjórn að tekið verði til athugunar að setja takmarkanir á sölu gistingar í íbúðarhverfum.
Starfsmönnum falið að taka saman upplýsingar um hvernig önnur sveitarfélög hafa verið að bregðast við.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.12.Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO

Málsnúmer 201606090

Lagt er fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 10. júní 2016, Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Ráðuneytið sendir formlegt erindi um verkefnið til sveitarstjórnarmanna og býður þeim að taka þátt í því með reglulegu samráði um tilnefninguna meðan á vinnslu hennar stendur. Þau sveitarfélög sem hafa aðkomu að þjóðgarðinum eru Skútustaðahreppur, Norðurþing, Þingeyjarsveit, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um sjónarmið sveitarstjórna til þess að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð er sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur vel í erindið og óskar eftir því að fá að fylgjast með framgangi málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.13.Endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 201606095

Lagt fram.

3.14.Beiðni um stöðuleyfi gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð

Málsnúmer 201606100

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

3.15.Klettasel 1-6,br. deiliskipulag

Málsnúmer 201606102

Sigrún Blöndal vakti athygli á vanhæfi sínu vegna þessa liðar og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd VAPP ehf. um breytingar á deiliskipulagi fyrir Klettasel 1-6. Erindi er svohljóðandi:
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýju skipulagi lóða við Klettasel. Lóðum er fjölgað um tvær og parhús eru innan útmarka fyrri byggingarreita utan þess að byggingarreitur fyrir parhús 5-7 er stækkaður um 1 m til austurs, í átt að óbyggðu landi og byggingarreitur fyrir parhús 6-8 er færður um 2 m til austurs. Þetta er gert til að auka millibil á milli húsa í 8 m.
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýrri skiptingu lóða við Klettasel og staðsetningu parhúsa á lóðum. Eldri byggingarreitir eru sýndir.
Þessi tillaga að skipulagi lóða gerir ráð fyrir að ytri byggingarreitur á lóðum 2-8 sé fullnýttur en ekki sá innri. Líta má svo á að innir og ytri byggingarreit sé speglað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið sbr. 2. mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingafulltrúa það til afgreiðslu skv. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn fyrir breytingu á deiliskipulagi liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.16.Deiliskipulag Möðrudal Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201104043

Í vinnslu.

3.17.Stöðuleyfi fyrir verkfæra/garðskúr við púttvöll

Málsnúmer 201606111

Lagt er fram erindi púttáhugahóps eldri borgara, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir fjögurra fermetra áhaldaskúrs á opnu svæði norðan við Fagradalsbraut nr. 9 til geymslu á sláttuvél, áhöldum og tækjum tengdu pútti.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og felur skipulags- og byggingarfulltrúa útgáfu stöðuleyfis fyrir umræddum skúr. Staðsetning áhaldaskúrsins skal gerð í fullu samráði við starfsmann sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.18.Stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli

Málsnúmer 201606114

Í vinnslu.

3.19.Umhverfisviðurkenningar

Málsnúmer 201606109

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði árleg umhverfisviðurkenning. Viðurkenning er veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í frágangi, viðhaldi og mögulega hönnun umhverfis og húsa. Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til íbúa til að huga að sínu nánasta umhverfi m.a. í aðdraganda að 70 ára afmælist þéttbýlisins á Egilsstöðum, sem verður á næsta ári.

Lagt er til að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:
- Snyrtilegasta lóðin, íbúðarsvæði.
- Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði.
- Snyrtilegasta gatan í þéttbýli.
- Snyrtilegasta jörðin í ábúð.

Bæjarráð samþykkir að tvær þriggja manna dómnefndir verði skipaðar.

Þéttbýli:
Verkefnisstjóri umhverfismála, einn fulltrúi úr umhverfis- og framkv. nefnd og einn íbúi þéttbýlis tiln. af bæjarráði.

Dreifbýli: Fulltrúi frá umhverfis- og framkv. nefnd, fulltrúi frá MAST og fulltrúi frá Búnaðarsambandi Austurlands.

Samþykkt að auglýst verði eftir tilnefningum varðandi ofangreinda flokka og skulu þær berast á bæjarskrifstofurnar fyrir 1. ágúst 2016 og vera merktar umhverfisviðurkenning 2016.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 237

Málsnúmer 1606016

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Almenningssamgöngur og skólaakstur/útboð

Málsnúmer 201606086

Sigrún Blöndal og Stefán Bogi Sveinsson, vöktu athygli á vanhæfi sínu og var það samþykkt. Viku þau af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð tekur undir með fræðslunefnd og samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur á einstökum akstursleiðum skólaaksturs og að tryggt verði að öll skilyrði skv. reglum um skólaakstur séu uppfyllt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.2.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar

5.Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201606094

Lagt fram til kynningar.

6.Sala fasteigna Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201606052

Lagt fram til kynningar.

7.Ósk um samstarf við Ferðamálastofu vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

Málsnúmer 201606126

Lagður fram tölvupóstur, dags. 23. júní 2016, frá Ferðamálastofu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

Bæjarráð samþykkir að tilnefnda atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúa sem tengilið og vísar málinu til hans til frekari vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.