Beiðni um girðingu milli tjaldstæðis og Mjólkurstöðvar

Málsnúmer 201606069

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50. fundur - 22.06.2016

Lagt er fram erindi Lúðvíks Hermannssonar fyrir hönd Mjólkursamsölunar ehf. Rekstraraðilar MS hafa áhyggjur af slysahættu, þar sem Mjólkursamsalan notast við stóra bíla og aftanívagna á ferðinni alveg við lóðarmörk þar sem gestir sveitarfélagsins eru á tjaldsvæðinu. Óskað er sé eftir því að sett verði upp varanleg girðing á milli þessara lóða sem MS og Fljótsdalshérað munu koma sameiginlega að, girðing verði sett upp vorið 2017.

Málið er í vinnslu.