Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera úttekt á fjölda ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun.
Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05. 2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni að gera úttekt á fjölda ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun.
Lagt er fram að nýju hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem kom fram sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.Niðurstaða fundar nr. 47, dags.11.05.2016 var samþykkt að fela starfsmanni að gera úttekt á fjöldi ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun. Hjálagt er teikning af Fellabæ og Egilsstöðum sem sýnir núverandi ruslatunnur og einnig drög af mögulegum staðsetningum tunna dags.09.06.2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að í forgangi verði að koma upp ruslatunnum í þeim hverfum sem engar ruslatunnur eru til staðar, við strætóstoppistöðvar og Fellavöll. Síðar verði skoðað að fjölga ruslatunnum við göngu- og hjólastíga.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera úttekt á fjölda ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.