Tillaga um að fjölga ruslatunnum við göngustíga/gangstéttir

Málsnúmer 201605013

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að gera úttekt á fjölda ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05. 2016 þar sem fram kemur sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að fela starfsmanni að gera úttekt á fjölda ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50. fundur - 22.06.2016

Lagt er fram að nýju hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, innfært 02.05.2016 þar sem kom fram sú hugmynd að fjölga ruslatunnum við göngustíga og gangstéttar í bænum.Niðurstaða fundar nr. 47, dags.11.05.2016 var samþykkt að fela starfsmanni að gera úttekt á fjöldi ruslatunna og leggja fram tillögu að staðsetningum og kostnaðaráætlun. Hjálagt er teikning af Fellabæ og Egilsstöðum sem sýnir núverandi ruslatunnur og einnig drög af mögulegum staðsetningum tunna dags.09.06.2016.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að í forgangi verði að koma upp ruslatunnum í þeim hverfum sem engar ruslatunnur eru til staðar, við strætóstoppistöðvar og Fellavöll. Síðar verði skoðað að fjölga ruslatunnum við göngu- og hjólastíga.

Starfsmanni falið að vinna málið áfram.

Samþykkt samhjóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347. fundur - 27.06.2016

Málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og starfsmanni nefndarinnar.