Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði Umhverfisviðurkenning í ár. Viðurkenning er veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í frágangi, viðhaldi og mögulega hönnun umhverfis og húsa.
Lagt er til að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum: - Snyrtilegasta lóðin, íbúðarsvæði. - Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði. - Snyrtilegasta jörðin í ábúð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn tilnefni í áðurnefnda flokka og leggi fyrir nefndina.
Tilnefningar þurfa berast eigi síðar en 1.ágúst 2016.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði árleg umhverfisviðurkenning. Viðurkenning er veitt þeim sem þótt hafa skarað fram úr í frágangi, viðhaldi og mögulega hönnun umhverfis og húsa. Viðurkenningin er hugsuð sem hvatning til íbúa til að huga að sínu nánasta umhverfi m.a. í aðdraganda að 70 ára afmælist þéttbýlisins á Egilsstöðum, sem verður á næsta ári.
Lagt er til að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum: - Snyrtilegasta lóðin, íbúðarsvæði. - Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði. - Snyrtilegasta gatan í þéttbýli. - Snyrtilegasta jörðin í ábúð.
Bæjarráð samþykkir að tvær þriggja manna dómnefndir verði skipaðar.
Þéttbýli: Verkefnisstjóri umhverfismála, einn fulltrúi úr umhverfis- og framkv. nefnd og einn íbúi þéttbýlis tiln. af bæjarráði.
Dreifbýli: Fulltrúi frá umhverfis- og framkv. nefnd, fulltrúi frá MAST og fulltrúi frá Búnaðarsambandi Austurlands.
Samþykkt að auglýst verði eftir tilnefningum varðandi ofangreinda flokka og skulu þær berast á bæjarskrifstofurnar fyrir 1. ágúst 2016 og vera merktar umhverfisviðurkenning 2016.
Bæjarstjóri kynnti vinnu dómnefnda vegna fyrirhugaðra umhverfisviðurkenninga, sbr. fyrri ákvörðun bæjarráðs um málið. Viðurkenningarnar verða veittar við setningarathöfn Ormsteitis 10. ágúst. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að annast afhendingu viðurkenninganna, í samræmi við niðurstöður dómnefnda.
Lagt er til að veita viðurkenningar í eftirfarandi flokkum:
- Snyrtilegasta lóðin, íbúðarsvæði.
- Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði.
- Snyrtilegasta jörðin í ábúð.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að bæjarstjórn tilnefni í áðurnefnda flokka og leggi fyrir nefndina.
Tilnefningar þurfa berast eigi síðar en 1.ágúst 2016.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.