Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201606094

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 346. fundur - 20.06.2016

Björn Ingimarsson kynnti drög að breytingu að hluthafasamkomulagi sem lagt verður fyrir hluthafafund Vísindagarðsins. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að breyttu hluthafasamkomulagi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á aukafundi hluthafa Vísindagarðsins ehf, sem haldinn verður föstudaginn 24. júní nk.

Samþykkt samhljóða.