Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

346. fundur 20. júní 2016 kl. 09:00 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson kynnti álit frá lögfræðingi Sambandsins, varðandi álagningu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði sem nýtt er til gistingar fyrir ferðamenn.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir rekstur síðustu ára á hinum ýmsu stofnunum og málaflokkum og bar saman tölur á sama verðlagi.
Þessi nálgun skoðuð í samhengi við útgefinn ramma fyrir fjárhagsáætlun 2017.
Málið áfram í vinnslu.

3.Fundargerð 840. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201606085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 43. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201606050Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2016, vegna aukinna útgjalda til Brunavarna á Austurlandi.
Útgjöld til brunavarna hækka um 1.939.289 kr. og er á móti gert ráð fyrir að staðgreiðslutekjur ársins verði hærri sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

5.Erindi frá foreldrum barna sem fædd eru 2015

Málsnúmer 201606024Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að leggja til viðbótakostnað upp á 1,1 milljón kr. við rekstur Tjarnarskógar til að geta tekið inn fleiri börn í skólann á haustdögum. Bæjarráð óskar eftir því að fjármálastjóri geri viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016, vegna þessa aukakostnaðar.

6.Vísindagarðurinn ehf.

Málsnúmer 201606094Vakta málsnúmer

Björn Ingimarsson kynnti drög að breytingu að hluthafasamkomulagi sem lagt verður fyrir hluthafafund Vísindagarðsins. Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að breyttu hluthafasamkomulagi.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð og atkvæði sveitarfélagsins á aukafundi hluthafa Vísindagarðsins ehf, sem haldinn verður föstudaginn 24. júní nk.

Samþykkt samhljóða.

7.Erlend samskipti

Málsnúmer 201606093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun um málefnum innflytjenda

Málsnúmer 201606088Vakta málsnúmer

Bæjarráð telur að efni og upplegg framkvæmdaáætlunarinnar sé af hinu góða og lýsir yfir stuðningi við hana.

9.Umsókn um nýtt rekstarleyfi til sölu gistingar/Helgafell 4b

Málsnúmer 201606059Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða.

10.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi /Úlfsstaðaskógur 28

Málsnúmer 201605123Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða.

11.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/heimagisting, Tókastaðir

Málsnúmer 201605127Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsóknina.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Samþykkt samhljóða.

12.Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi til sölu gistingar/Ásgeirsstaðir

Málsnúmer 201606045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.