Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna hækkunar framlaga til Brunavarna á Austurlandi um kr. 1.939.289, vegna nýrra kjarasamninga við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna hækkunar framlaga til Brunavarna á Austurlandi um kr. 1.939.289, vegna nýrra kjarasamninga við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn. Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.
Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2016, vegna aukinna útgjalda til Brunavarna á Austurlandi. Útgjöld til brunavarna hækka um 1.939.289 kr. og er á móti gert ráð fyrir að staðgreiðslutekjur ársins verði hærri sem því nemur.
Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.