Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

345. fundur 13. júní 2016 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Björn Ingimarsson kynnti fyrstu drög að áætlun um kostnað við unglingalandsmót sem haldið verður á Egilsstöðum á næsta ári.
Bæjarstóra falið að vinna málið áfram og senda styrkumsókn til ráðuneytisins vegna stuðnings þess við unglingalandsmót.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál sem tengjast rekstri og fjármálum ársins.

Lögð fram drög að kjörskrá vegna forsetakosninga og bæjarstjóra falið að undirrita hana og leggja fram samkv. reglum þar um.

2.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fjármálastjóri kynnti viðbrögð nefndanna við útsendum ramma vegna fjárhagsáætlunar 2017 og þær tillögur sem komu frá þeim.

Bæjarráð leggur til að fjárhagsramminn verði áfram í vinnslu og að bæjarstjórn feli bæjarráði að afgreiða rammann á næstu fundum, með hliðsjón framkominna athugasemda og mögulegra breytinga á forsendum.

Fram kom að bæjarstjóri og fjármálastjóri stefna að því að fara inn á næstu fundi nefndanna eftir að ramminn liggur fyrir og kynna hann.

3.Fundargerð 839. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201606041

Lagt fram til kynningar.

4.Fundargerð 209.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201606077

Lagt fram til kynningar.

5.Aðalfundur Brunavarna á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201606051

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð 43. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

Málsnúmer 201606050

Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2016 vegna hækkunar framlaga til Brunavarna á Austurlandi um kr. 1.939.289, vegna nýrra kjarasamninga við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn.
Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.

7.Sala fasteigna Hallormsstaðaskóla.

Málsnúmer 201606052

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

8.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201605132

Eftirfarandi tillaga löð fram:
Bæjarráð vísar aðkomu að verkefninu til stjórnar Hitaveitunnar og leggst ekki gegn því að að stjórn HEF taki ákvörðun um framlag til verkefnisins.
Bæjarráð telur þó að forsenda fyrir aðkomu HEF sé sú að full fjármögnun verkefnisins náist áður en mögulegt framlag verði innt af hendi.

Samþykkt samhljóða.

Anna Alexandersdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi D-listans telur þetta verkefni, gerð ylstrandar við Urriðavatn, mjög spennandi og
þeir sem að því standa sýna metnað og áræðni.
Sveitarfélagið á að skapa vettvang fyrir
atvinnustarfsemi en ekki að setja beina fjármuni í einstaka verkefni/fyrirtæki og á ekki að taka þátt í
áhættufjárfestingum.

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun.
Fulltrúi B-lista telur að sveitarfélagið ætti, auk þeirrar tillögu sem samþykkt er hér að framan, að leita leiða til að fjárfesta í verkefninu í gegnum Atvinnumálasjóð Fljótsdalshérað, með sömu fyrirvörum. Ljóst er að ef af verkefninu verður mun sveitarfélagið njóta af því beinna tekna og því réttlætanlegt að leggja fram fjármagn til þess.

9.Haustak hf

Málsnúmer 201606076

Rædd staða og framtíðarhorfur varðandi fyrirtækið Haustak.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið, en að öðru leyti er það í vinnslu.

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201605175

Fært í trúnaðarmálabók.

Fundi slitið - kl. 12:00.