Erindi frá foreldrum barna sem fædd eru 2015

Málsnúmer 201606024

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 236. fundur - 07.06.2016

Fræðslunefnd leggur til bætt verði við 70% stöðugildi á Tjarnaskógi frá 1. september nk. til að mæta auknum fjölda eins árs barna haustið 2016. Staðan verði svo metin í haust þegar endanleg niðurröðun barna á deildir liggur fyrir. Gera má ráð fyrir að launakostnaður skólans hækki um 1.1 milljón kr. miðað við áætlun 2016 vegna þessa.

Fræðslunefnd óskar eftir því við bæjarráð að gerður verði viðauki við samþykkta fjárhagsáætlun til að bæta þessum kostnaðarauka við.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Fræðslunefnd leggur til bætt verði við 70% stöðugildi á Tjarnaskógi frá 1. september nk. til að mæta auknum fjölda eins árs barna haustið 2016. Staðan verði svo metin í haust þegar endanleg niðurröðun barna á deildir liggur fyrir. Gera má ráð fyrir að launakostnaður skólans hækki um 1.1 milljón kr. miðað við áætlun 2016 vegna þessa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 346. fundur - 20.06.2016

Bæjarráð samþykkir að leggja til viðbótakostnað upp á 1,1 milljón kr. við rekstur Tjarnarskógar til að geta tekið inn fleiri börn í skólann á haustdögum. Bæjarráð óskar eftir því að fjármálastjóri geri viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016, vegna þessa aukakostnaðar.