Umsókn um leyfi til að halda torfærukeppni

Málsnúmer 201606060

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50. fundur - 22.06.2016

Lagt er fram erindi, dagsett 08.06.2016 frá Kristdór Þór Gunnarssyni fyrir hönd akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýnes laugardaginn 2. júlí 2016 frá klukkan 9:00 til c.a. kl.18:00. START mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar. Meðfylgjandi erindi er umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins, loftmynd frá umsækjanda ásamt skýringum og samþykki landeiganda.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða leyfið, fh. sveitarfélagsins í samráði við slökkviliðsstjóra.
Jafnframt ítrekar nefndin bókun bæjarráðs af fundi nr.299, dags. 15.06.2015 en þar er mælst til þess að framvegis verði slíkar umsóknir sendar inn með að lágmarki fjögurra vikna fyrirvara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347. fundur - 27.06.2016

Lagt er fram erindi, dagsett 08.06. 2016 frá Kristdór Þór Gunnarssyni fyrir hönd akstursíþróttaklúbbsins START á Egilsstöðum, með beiðni um að fá að halda torfærukeppni í Mýnesgrúsum í landi Mýnes laugardaginn 2. júlí 2016 frá klukkan 9:00 til c.a. kl.18:00. START mun sjá um umgengni og þrif á svæðinu og að það verði til fyrirmyndar. Meðfylgjandi erindi er umsögn Brunavarna Austurlands, HAUST og lögreglu umdæmisins, loftmynd frá umsækjanda ásamt skýringum og samþykki landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða leyfið, fh. sveitarfélagsins í samráði við slökkviliðsstjóra.
Jafnframt er ítrekuð bókun bæjarráðs af fundi nr.299, dags. 15.06. 2015, en þar er mælst til þess að framvegis verði slíkar umsóknir sendar inn með að lágmarki fjögurra vikna fyrirvara.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.