Lagt er fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 10.júní 2016, Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO.Ráðuneytið sendir formlegt erindi um verkefnið til sveitarstjórnarmanna og býður þeim að taka þátt í því með reglulegu samráði um tilnefninguna meðan á vinnslu hennar stendur. Þau sveitarfélög sem hafa aðkomu að þjóðgarðinum eru SKútustaðahreppur, Norðurþing, Þingeyjarsveit, Fljótsdalshreppi, Norðurhéraði, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um sjónarmið sveitarstjórna til þess að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og óskar eftir því að fá að fylgjast með framgangi málsins.
Lagt er fram erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 10. júní 2016, Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Ráðuneytið sendir formlegt erindi um verkefnið til sveitarstjórnarmanna og býður þeim að taka þátt í því með reglulegu samráði um tilnefninguna meðan á vinnslu hennar stendur. Þau sveitarfélög sem hafa aðkomu að þjóðgarðinum eru Skútustaðahreppur, Norðurþing, Þingeyjarsveit, Fljótsdalshreppur, Fljótsdalshérað, Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Ásahreppur og Rangárþing ytra. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um sjónarmið sveitarstjórna til þess að Vatnajökulsþjóðgarður verði tilnefndur á heimsminjaskrá UNESCO.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð er sammála umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur vel í erindið og óskar eftir því að fá að fylgjast með framgangi málsins.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur vel í erindið og óskar eftir því að fá að fylgjast með framgangi málsins.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.