Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók til athugunar erindi um stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli á 50.fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.6.2016. Samþykkti nefndin að fela starfsmanni að gera tillögu að staðsetningu bílastæðis og leggja fyrir fund.
Lagðar eru fram 6 tillögur að staðsetningum stæða fyrir stóra bíla í þéttbýli.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að stæðið í tillögu 1 verði stækkað í samræmi við tillöguna. Framkvæmdin verði sett á verkefnislista 2017. Starfsmanni er falið að opna og merkja þann hluta svæðisins sem tilbúinn er til notkunar nú þegar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd tók til athugunar erindi um stæði fyrir stóra bíla í þéttbýli á 50.fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar þann 22.6.2016. Samþykkti nefndin að fela starfsmanni að gera tillögu að staðsetningu bílastæðis og leggja fyrir fund.
Lagðar eru fram 6 tillögur að staðsetningum stæða fyrir stóra bíla í þéttbýli.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og leggur til að stæðið í tillögu 1 verði stækkað í samræmi við tillöguna. Framkvæmdin verði sett á verkefnislista 2017. Starfsmanni er falið að opna og merkja þann hluta svæðisins sem tilbúinn er til notkunar nú þegar.
Lögð er hugmynd að bílastæðum fyrir stóra bíla í þéttbýli til lengri tíma fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina. Lagðar eru fram þrjár tillögur að staðsetningu stæða fyrir stóra bíla og áætlaðan kostnað við framkvæmdina. Lagt er til að sveitarfélagið útbúi stæði til langtíma leigu fyrir rútur, vörubíla og þessháttar faratækjum og koma þar á móts við óskir atvinnurekendur um stæði innan þéttbýlisins.
Páll Sigvaldason víkur af fundi undir þessum lið.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að Skipulags- og byggingarfulltrúi kanni áhuga fyrir slíkum stæðum í sveitarfélaginu.
Jafnframt samþykkir nefndin að fela þjónustmiðstöð að láta merkja skamtímabílastæði fyrir stórar bifreiðar við Aspargrund í Fellabæ. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna málið nærliggjandi lóðarhöfum.
Lögð var fram hugmynd fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefndina að bílastæðum fyrir stóra bíla í þéttbýli, til lengri tíma stöðu. Lagðar voru fram þrjár tillögur að staðsetningu stæða fyrir stóra bíla og áætlaðan kostnað við framkvæmdina. Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til að sveitarfélagið útbúi stæði til langtíma leigu fyrir rútur, vörubíla og þessháttar faratæki og komi þar á móts við óskir atvinnurekendur um stæði innan þéttbýlisins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að skipulags- og byggingarfulltrúi kanni áhuga fyrir slíkum stæðum í sveitarfélaginu. Jafnframt samþykkir bæjarráð að fela þjónustumiðstöðinni að láta merkja skammtímabílastæði fyrir stórar bifreiðar við Aspargrund í Fellabæ. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna málið nærliggjandi lóðarhöfum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur starfsmanni að gera tillögu að staðsetningu bílastæðis og leggja fyrir fund.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.