Beiðni um stöðuleyfi gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð

Málsnúmer 201606100

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50. fundur - 22.06.2016

Lagt er fram erindi Landstólpa ehf. Beiðni um stöðuleyfi gáma og bráðabirgðaaðstöðu á lóð.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir tvo 12 metra gáma sem staðsettir yrðu út frá húsi, í norðvestur á lóð með sjö metra á milli sín, sjá mynd á meðfylgjandi lóðarblaði.
Ofangreind bráðabirgðalausn er neyðarúrræði þar sem unnið er að breytingum á miðbæjarskipulagi Egilsstaða sem snertir starfsemi Landstólpa á svæðinu miklu máli sbr. áðursendar athugasemdir fyrirtækisins sendar 5.febrúar og 11.febrúar sl.
Lagt verður áhersla á að frángangur vegna þessa sé snyrtilegur og fyrirtækinu til sóma.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa mæliblað eftir framlagðri teikningu frá Landstólpa sem sýnir tímabundna færslu á lóðarmörkum og þinglýsa. Nefndin samþykkir erindið að öðru leiti og vísar erindi um stöðuleyfi til Afgreiðslufundar byggingarfulltrúa þegar vinna við mæliblaðsgerð er lokið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347. fundur - 27.06.2016

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.