Klettasel 1-6,br. deiliskipulag

Málsnúmer 201606102

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 50. fundur - 22.06.2016

Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd VAPP ehf. um breytingar á deiliskipulagi fyrir Klettasel 1-6. Erindi er svohljóðandi:
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýju skipulagi lóða við Klettasel. Lóðum er fjölgað um tvær og parhús eru innan útmarka fyrri byggingarreita utan þess að byggingarreitur fyrir parhús 5-7 er stækkaður um 1m til austurs, í átt að óbyggðu landi og byggingarreitur fyrir parhús 6-8 er færður um 2m til austurs. Þetta er gert til að auka millibil á milli húsa í 8m.
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýrri skiptingu lóða við Klettasel og staðsetningu parhúsa á lóðum. Eldri byggingarreitir eru sýndir.
Þessi tillaga að skipulagi lóða gerir ráð fyrir að ytri byggingarreitur á lóðum 2-8 sé fullnýttur en ekki sá innri. Líta má svo á að innir og ytri byggingarreit sé speglað.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindið sbr. 2.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingafulltrúa það til afgreiðslu skv. 3.mgr. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi gögn fyrir breytingu á deiliskipulagi liggja fyrir og að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 347. fundur - 27.06.2016

Sigrún Blöndal vakti athygli á vanhæfi sínu vegna þessa liðar og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Lagt er fram erindi Björns Sveinssonar fyrir hönd VAPP ehf. um breytingar á deiliskipulagi fyrir Klettasel 1-6. Erindi er svohljóðandi:
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýju skipulagi lóða við Klettasel. Lóðum er fjölgað um tvær og parhús eru innan útmarka fyrri byggingarreita utan þess að byggingarreitur fyrir parhús 5-7 er stækkaður um 1 m til austurs, í átt að óbyggðu landi og byggingarreitur fyrir parhús 6-8 er færður um 2 m til austurs. Þetta er gert til að auka millibil á milli húsa í 8 m.
Á meðfylgjandi teikningu er tillaga að nýrri skiptingu lóða við Klettasel og staðsetningu parhúsa á lóðum. Eldri byggingarreitir eru sýndir.
Þessi tillaga að skipulagi lóða gerir ráð fyrir að ytri byggingarreitur á lóðum 2-8 sé fullnýttur en ekki sá innri. Líta má svo á að innir og ytri byggingarreit sé speglað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindið sbr. 2. mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingafulltrúa það til afgreiðslu skv. 3. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, þegar fullnægjandi gögn fyrir breytingu á deiliskipulagi liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.