Forsetakosningar 25. júní 2016

Málsnúmer 201604129

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 340. fundur - 02.05.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. apríl 2016 varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu og tölvupóstur frá Þjóðskrá varðandi kjörstaði og kjördeildir.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjastjóra og skrifstofustjóra í samráði við sýslumann að útfæra framkvæmd á utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem sveitarfélagið mun annast, í samræmi við viljayfirlýsingu Sambands ísl. sveitarfélaga og sýslumanna.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 237. fundur - 04.05.2016

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 20. apríl 2016 varðandi utankjörfundaratkvæðagreiðslu og tölvupóstur frá Þjóðskrá varðandi kjörstaði og kjördeildir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjastjóra og skrifstofustjóra í samráði við sýslumann að útfæra framkvæmd á utankjörfundaratkvæðagreiðslu sem sveitarfélagið mun annast, í samræmi við viljayfirlýsingu Sambands ísl. sveitarfélaga og sýslumanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 348. fundur - 04.07.2016

Lagt fram bréf frá Sýslumanni, varðandi fyrirkomulag við utankjörfundaratkvæðagreiðslu vegna nýafstaðinna forsetakosninga. Þar kemur fram að um 140 manns greiddu atkvæði á Bókasafni Héraðsbúa og yfir 400 á sýsluskrifstofunni á Egilsstöðum. Þakkar sýslumaður fyrir gott samstarf og telur að þetta fyrirkomulag hafi tekist vel.