Jafnt búsetuform barna

Málsnúmer 201605043

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 341. fundur - 09.05.2016

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar og óskar eftir afstöðu og athugasemdum frá þeim í byrjun júní.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til fræðslunefndar og félagsmálanefndar til umsagnar og óskar eftir afstöðu og athugasemdum frá þeim í byrjun júní.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 24.05.2016

Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem liggur að baki fyrirliggjandi skýrslu um jafnt búsetuform barna og sér engin atriði sem fela í sér vandkvæði eða beinan kostnaðarauka á fræðslusviði.

Þó er bent á að niðurstöður geta kallað á að reglur um systkinaafslátt verði endurskoðaðar og reglur um rétt til greiðslu forgangsgjalda, þar sem það á við, verði skýrðar með tilliti til þessa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.