Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

235. fundur 24. maí 2016 kl. 17:00 - 21:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Dr. Sigrún Harðardóttir lektor mætti í upphafi fundar og kynnti doktorsverkefni sitt og tók þátt í umræðu um þann lið og lið 2 á dagskránni.

Undir lið 1 og 2 mættu auk tilgreindra fundarmanna: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri, Hlín Stefánsdóttir og áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Ruth Magnúsdóttir, Hrefna Egilsdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Sigríður Dóra Halldórsdóttir og Hlín Stefánsdóttir mættu á fundinn undir liðum 3-7.

Áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, Berglind Halldórsdóttir mætti á fundinn undir liðum 7-8.

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi eftir lið 6.

1.Menntastefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201101102Vakta málsnúmer

Rætt um vinnuferli við endurskoðun á menntastefnu Fljótsdalshéraðs.

Mál í vinnslu.

2.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - skóladagatal 2016-2017

Málsnúmer 201605125Vakta málsnúmer

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

3.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

4.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

5.Kynning á doktorsverkefni Dr. Sigrúnar Harðardóttur

Málsnúmer 201605119Vakta málsnúmer

Dr. Sigrún Harðardóttir, lektor, mætti á fund fræðslunefndar með kynningu á doktorsverkefni sínu.

6.Samstarf félagsmálasviðs og fræðslusviðs um nemendamál

Málsnúmer 201605120Vakta málsnúmer

Ruth Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla, fylgdi eftir umræðu og umfjöllun á síðasta fundi fræðslunefndar. Rætt um samstarfsfleti og möguleika á að efla samstarf milli félagsmálasviðs og fræðslusviðs um þau mál sem tengjast þjónustu beggja sviða.

Mál í vinnslu.

7.Fundargerð 838. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201605046Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd mun fylgjast með vinnu sérfræðinga sambandsins hvað varðar stöðu og þróun sérkennslu og stuðnings í skólum.

Fræðslufulltrúa falið að fylgjast með þeirri vinnu sem stendur yfir hjá Reykjavíkurborg vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Jafnt búsetuform barna

Málsnúmer 201605043Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd fagnar þeirri vinnu sem liggur að baki fyrirliggjandi skýrslu um jafnt búsetuform barna og sér engin atriði sem fela í sér vandkvæði eða beinan kostnaðarauka á fræðslusviði.

Þó er bent á að niðurstöður geta kallað á að reglur um systkinaafslátt verði endurskoðaðar og reglur um rétt til greiðslu forgangsgjalda, þar sem það á við, verði skýrðar með tilliti til þessa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skipulag skólastarfs í Tjarnarskógi

Málsnúmer 201605122Vakta málsnúmer

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu hvað varðar deildaskipulag á Tjarnarskógi. Formaður úrskurðaði hann vanhæfan og hann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Sigríður Herdís Pálsdóttir fylgdi eftir greinargerð sem lá fyrir fundinum þar sem hún óskar eftir heimild til að Tjarnarskógur verði skráður 9 deilda leikskóli.

Fram kom að foreldraráð styður erindi leikskólastjóra.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um skipulag skólastarfs í Tjarnarskógi sem 9 deilda leikskóla enda rúmist kostnaður innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Reglur leikskóla Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201605124Vakta málsnúmer

Mál í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 21:30.