Skipulag skólastarfs í Tjarnarskógi

Málsnúmer 201605122

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 24.05.2016

Stefán Bogi Sveinsson vakti athygli á vanhæfi sínu hvað varðar deildaskipulag á Tjarnarskógi. Formaður úrskurðaði hann vanhæfan og hann vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Sigríður Herdís Pálsdóttir fylgdi eftir greinargerð sem lá fyrir fundinum þar sem hún óskar eftir heimild til að Tjarnarskógur verði skráður 9 deilda leikskóli.

Fram kom að foreldraráð styður erindi leikskólastjóra.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um skipulag skólastarfs í Tjarnarskógi sem 9 deilda leikskóla enda rúmist kostnaður innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.