Fundargerð 838. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201605046

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 341. fundur - 09.05.2016

Rætt um 4. lið, Skólamálanefnd sambandsins. Bæjarráð beinir því til fræðslunefndar að fara vel yfir þessi mál og fylgjast með vinnu sérfræðinga Sambandsins varðandi það.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Í bæjarráði var rætt um 4. lið, Skólamálanefnd sambandsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til fræðslunefndar að fara vel yfir málið og fylgjast með vinnu sérfræðinga Sambandsins varðandi það.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 24.05.2016

Fræðslunefnd mun fylgjast með vinnu sérfræðinga sambandsins hvað varðar stöðu og þróun sérkennslu og stuðnings í skólum.

Fræðslufulltrúa falið að fylgjast með þeirri vinnu sem stendur yfir hjá Reykjavíkurborg vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 239. fundur - 01.06.2016

Fræðslunefnd mun fylgjast með vinnu sérfræðinga sambandsins hvað varðar stöðu og þróun sérkennslu og stuðnings í skólum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að fela fræðslufulltrúa að fylgjast með þeirri vinnu sem stendur yfir hjá Reykjavíkurborg vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.