Atvinnu- og menningarnefnd

38. fundur 22. ágúst 2016 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
  • Ásgrímur Ásgrímsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Læknisbústaðurinn á Hjaltastað

Málsnúmer 201511026

Á fundinn undir þessum lið mætti Hjörleifur Guttormsson.

Fyrir lágu ýmis gögn sem tekin hafa verið saman um málið og fór Hjörleifur yfir þau og svaraði spurningum.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að stofnaður verði undirbúningshópur til að vinna að stofnun félags um fræðasetur Jóns lærða í læknishúsinu á Hjaltastað m.a. með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum. Einnig verði skoðuð möguleg starfsemi félagsheimilisins Hjaltalundar við verkefnið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Styrkbeiðni vegna Ljóðagöngu í skógi 2016

Málsnúmer 201608068

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Litl ljóða hámerinni vegna Ljóðagöngu í skógi sem fram fer í haust í Hallormsstaðaskógi.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Styrkbeiðni vegna Litlu ljóðahátíðarinnar 2016

Málsnúmer 201608069

Fyrir liggur styrkbeiðni frá Litl ljóða hámerinni vegna Litlu ljóðahátíðarinnar sem haldin verður í ágúst.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0574.

Samþykkkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ósk um samstarf við Ferðamálastofu vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks

Málsnúmer 201606126

Fyrir liggja til kynningar gögn frá Ferðamálastofu þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög vegna mats og kortlagningar viðkomustaða ferðafólks.

5.Húsafriðunarsjóður 2016/umsókn um styrk

Málsnúmer 201607001

Fyrir liggur til kynningar umsókn til Minjastofnunar Íslands vegna verndarsvæða í byggð, sem bæjarráð fól starfsmanni að vinna. Umsóknin hefur þegar verið send.

6.Fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201604089

Fyrir liggja áætlanir forstöðumanna vegna ársins 2017 og drög að fjárhagsáætlun nefndarinnar. Jafnframt tillögur um viðhaldsverkefni og framkvæmdir. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.