Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

63. fundur 14. desember 2017 kl. 16:30 - 18:23 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Erla Jónsdóttir aðalmaður
  • Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásta Dís Helgadóttir aðalmaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Málþing um geðheilbrigði og vellíðan framhaldsskólanema.

Málsnúmer 201712018Vakta málsnúmer

Erla Jónsdóttir og Kristbjörg Mekkín Helgadóttir kynntu málþing um geðheilbrigði og vellíðan framhaldsskólanema sem Embætti landlæknis stóð fyrir þann 27. nóvember síðastliðinn, en Erla og Kristbjörg Mekkín sátu málþingið fyrir hönd ungmennaráðs.

2.Hagir og líðan ungs fólks á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201712014Vakta málsnúmer

Skýrsla lögð fram til kynningar.

3.Sundlaugar okkar allra

Málsnúmer 201711111Vakta málsnúmer

Kynning á niðurstöðum aðgengisverkefni Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, en Sjálfsbjörg gerði notendaúttekt á sundlaugum á landinu.

Ungmennaráð fagnar því hve vel sundlaugin á Egilsstöðum kemur út hvað varðar aðgengi fatlaðra. Þá vonast ráðið eftir áframhaldandi jákvæðum breytingum á aðgengismálum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Plastpokalaust Fljótsdalshérað

Málsnúmer 201701004Vakta málsnúmer

Í bókun ungmennaráðs frá því í janúar 2017 fagnar ungmennaráð því að Fljótsdalshérað ætli að ráðast í að verða plastpokalaust sveitarfélag. Jafnframt óskaði ráðið eftir aðkomu að málinu.

Ungmennaráð óskar eftir upplýsingum um það hvar málið er statt og ítrekar jafnframt ósk um aðkomu að málinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ungmennaþing 2018

Málsnúmer 201711032Vakta málsnúmer

Ungmennaþing 2018 verður haldið um miðjan apríl 2018. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Þingið mun einblína á heilsueflandi samfélag í sinni víðustu mynd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur

Málsnúmer 201711053Vakta málsnúmer

Undirbúningur og dagskrá fundar ungmennaráðs með bæjarstjórn í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 18:23.