Erla Jónsdóttir og Kristbjörg Mekkín Helgadóttir kynntu málþing um geðheilbrigði og vellíðan framhaldsskólanema sem Embætti landlæknis stóð fyrir þann 27. nóvember síðastliðinn, en Erla og Kristbjörg Mekkín sátu málþingið fyrir hönd ungmennaráðs.
Kynning á niðurstöðum aðgengisverkefni Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, en Sjálfsbjörg gerði notendaúttekt á sundlaugum á landinu.
Ungmennaráð fagnar því hve vel sundlaugin á Egilsstöðum kemur út hvað varðar aðgengi fatlaðra. Þá vonast ráðið eftir áframhaldandi jákvæðum breytingum á aðgengismálum.
Í bókun ungmennaráðs frá því í janúar 2017 fagnar ungmennaráð því að Fljótsdalshérað ætli að ráðast í að verða plastpokalaust sveitarfélag. Jafnframt óskaði ráðið eftir aðkomu að málinu.
Ungmennaráð óskar eftir upplýsingum um það hvar málið er statt og ítrekar jafnframt ósk um aðkomu að málinu.
Ungmennaþing 2018 verður haldið um miðjan apríl 2018. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir. Þingið mun einblína á heilsueflandi samfélag í sinni víðustu mynd.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
6.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar - undirbúningur