Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

55. fundur 16. febrúar 2017 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson formaður
  • Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Agnarsdóttir aðalmaður
  • Karen Ósk Björnsdóttir aðalmaður
  • Árndís Birgitta Georgsdóttir varamaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir aðalmaður
  • Hólmar Logi Ragnarsson varaformaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Ungmennaþing 2017

Málsnúmer 201701005

Til umræðu voru áherslur og dagskrá ungmennaþings / forvarnadags 2017.
Á fundinn undir þessum lið mættu Árni Pálsson og Reynir Gunnarsson.

Fram kom á fundinum að starfsfólk sveitarfélagsins mun skipuleggja forvarnadag í maí í samstarfi við grunnskólana á Fljótsdalshéraði.

Ungmennaráð mun standa fyrir Ungmennaþingi 19. apríl með yfirskriftinni Ábyrgð ungs fólks á Austurlandi.
Ungmennaráð mun halda vinnufund fram að næsta formlega fundi ráðsins.

Samþykkt samhljóða með handsuppréttingu.



2.Undirbúningur fundar með bæjarstjórn

Málsnúmer 201702062

Til umræðu er undirbúningur dagskrár fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar sem fyrirhugaður er 1. mars.

Ræddar voru hugmyndir að dagskrá fundar ungmennaráðs og bæjarstjórnar. Formanni falið að undirbúa dagskrána með bæjarstjóra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Önnur mál á fundi ungmennaráðs 16. febrúar 2017

Málsnúmer 201702063

Í vinnslu.

Fundi slitið.