Gangnaboð og gangnaseðlar 2020

Málsnúmer 202008081

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 137. fundur - 26.08.2020

Fyrir liggja gangnaseðlar Jökuldals norðan ár, Hjaltastaðaþinghár, Skriðdals og Jökulsárhlíðar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gangnaseðla en virði dagsverka hækki ekki að svo stöddu en bíði samræmingar í nýju sveitarfélagi.

Samþykkt samhljóða með nafnakalli.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Fyrir liggja gangnaboð fyrir Velli, Fell og Eiðaþinghá.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða gangnaseðla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 139. fundur - 18.09.2020

Fyrir liggur gangnaseðill fyrir Jökuldal austan ár og Tungu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirliggjandi gangnaseðil.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.