Stuðlagil - öryggismál

Málsnúmer 202008091

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 138. fundur - 09.09.2020

Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir breytingu á útsýnispalli með ramp í átt að brún á gilinu. Breytingin er innan marka fyrir útsýnispall samkvæmt staðfestu deiliskipulagi.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir erindi fyrir sitt leyti enda leggi framkvæmdaaðili fram reyndarteikningar, þ.e. hnitsetningu útlína mannvirkis að framkvæmd lokinni sem staðfesti að þær séu innan marka staðfests deiliskipulags.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.