Viðaukar við fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 202004129

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 510. fundur - 20.04.2020

Guðlaugur fór yfir fyrirliggjandi tillögu að viðauka við samþykkta fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs 2020, sem er viðbragðsáætlun til að mæta breyttum forsendum í rekstri sveitarfélagsins.
Að lokinni skoðun á ýmsum forsendum og tillögum var Guðlaugi falið að ganga frá tillögu sem lögð verður fyrir sérstakan aukafund bæjarstjórnar sem haldinn verður 24. apríl.
Jafnframt er fjármálastjóra falið að leggja inn lánsumsókn hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 260 milljónir.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 313. fundur - 24.04.2020

Fyrirliggjandi er tillaga að viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2020. Viðaukinn er gerður til að mæta breyttum forsendum í rekstri sveitarfélagsins vegna Covid-19 faraldursins sem gengið hefur yfir heimsbyggðina undanfarnar vikur.

Til máls tóku: Björn Ingimarsson, sem kynnti viðaukann og lagði fram tillögu að bókunum. Aðrir sem til máls tóku um þennan lið voru: Anna Alexandersdóttir, Björg Björnsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson, Gunnhildur Ingvarsdóttir, Gunnar Jónsson, Anna Alexandersdóttir, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Hannes Karl Hilmarsson, Björg Björnsdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka 1 við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2020, ásamt fjármögnun hans.

Helstu breytingar frá samþykktri áætlun: (í þús. kr.)
00-010 Útsvarstekjur

-85.000
00-060 Fasteignaskattur
6.246
00-100 Jöfnunarsjóður

-61.000
06-260 Sumarskóli

-7.516
06-270 Vinnuskóli

-32.562
06-340 Skapandi sumarstörf
-6.763
08-230 Sorpeyðing

5.000
09-220 Aðalskipulag

5.000
10-610 Snjómokstur

-15.000
11-410
Opin svæði

-9.186
21-230 Þróun stjórnsýslu
-2.260
27-xxx Óvenjuleg útgjöld
-2.000
31-850 Eignasjóður v. viðhald
-10.000
Reiknaðir fjármagnsliðir og afskriftir A hluta
13.158
Reiknaðir fjármagnsliðir og afskriftir B hluta
14.385

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.


Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með á fundi sínum þann 24. apríl 2020 að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2020 að höfuðstól allt að kr. 260.000.000,-, með lokagjalddaga þann 5.
apríl 2034, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér.
Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum ársins sem fela í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, kt. 301254-4079, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.