Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

286. fundur 25. febrúar 2020 kl. 16:00 - 17:57 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Björg Björnsdóttir aðalmaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson aðalmaður
  • Leifur Þorkelsson aðalmaður
  • Sigurður Gunnarsson varaformaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
Sigurður Gunnarsson tók þátt í fundinum í gegnum fundarsíma.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir (í forföllum Sigríðar Herdísar Pálsdóttur), Jóhanna Harðardóttir og Sóley Valdimarsdóttir sátu fundinn undir liðum 1 og 2.

1.Erindi frá foreldraráði Tjarnarskógar

Málsnúmer 202002097

Fræðslustjóra falið að fara yfir erindið, sem varðar leikskólavist elstu nemenda að loknu sumarleyfi leikskólanna, með leikskólastjóra Tjarnarskógar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Lagt fram til kynningar.

3.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:57.