Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

279. fundur 22. ágúst 2018 kl. 17:00 - 18:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Stefán Bogi Sveinsson forseti
  • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
  • Steinar Ingi Þorsteinsson 2. varaforseti
  • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Kristjana Sigurðardóttir bæjarfulltrúi
  • Björg Björnsdóttir bæjarfulltrúi
  • Hrefna Hlín Sigurðardóttir varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Haddur Áslaugsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 435

Málsnúmer 1808007F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • 1.1 201801001 Fjármál 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs lagði Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fram drög að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2018, vegna 25 milljón kr. hækkunar launaliða á 0254 og 0255 út af launaleiðréttingu. Gert er ráð fyrir að fjármögnun verði mætt með hækkun framlaga vegna málaflokks fatlaðra.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 5, sem sundurliðast þannig:

    02-50 hækkun tekna um 25 milljónir
    02-54 hækkun launaliða 7,5 milljónir
    02-55 hækkun launaliða 17,5 milljónir.

    Tilfærsla áður samþykktrar áætlunar.
    02-50 lækkun tekna 67,2 milljónir.
    0010-0143 hækkun tekna 67,2 milljónir.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 1.4 201806160 Aðalfundur SSA 2018
    Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram árbækur Ferðafélags Íslands um Fljótsdalshérað, sem höfundur þeirra Hjörleifur Guttormsson sendi sveitarfélaginu að gjöf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar Hjörleifi fyrir bækurnar og ekki síður þá miklu vinnu sem hann hefur í gegnum tíðina lagt fram, við að safna saman og gefa út fróðleik um náttúru og sögu Fljótsdalshéraðs og Austurlands.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.

2.Atvinnu- og menningarnefnd - 72

Málsnúmer 1807005F

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Samkvæmt samþykktum fyrir atvinnu- og menningarnefnd tilnefnir nefndin þrjá fulltrúa í stjórn Minjasafns Austurlands m.a. til að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi safnsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi skipi stjórn Minjasafns Austurlands: Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður (B) Jónína Brynjólfsdóttir til vara (B) Guðrún Ragna Einarsdóttir (D) Sigríður Sigmundsdóttir til vara (D) Steinar Ingi Þorsteinsson, (L) Sigrún Blöndal til vara (L).

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum, Stórurð, Stapavík, Hjálmárdalsheiði, Vestdal og Vestdalsvatni í tvo mánuði ár hvert, fyrst árið 2019.
    Erindinu var beint til atvinnu- og menningarnefndar frá bæjarráði 25. júní 2018, til umfjöllunar og tillögugerðar. Þá hefur náttúruverndarnefnd einnig veitt umsögn um málið á fundi sínum 2. júlí 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og náttúruverndarnefnd og telur mikilvægt að sveitarfélagið komi að þessu verkefni og að gerður verði samningur milli aðila um það. Sérstaklega verði gert ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir 2019.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95

Málsnúmer 1807010F

Til máls tóku: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem ræddi lið 3.4 og gerði grein fyrir hjásetu. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.4 og bar fram fyrirspurn. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 3.4 og svaraði fyrirspurn. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 3.4 og Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 3.4.

Fundargerðin lögð fram.

4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 264

Málsnúmer 1808004F

Til máls tóku: Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Björg Björnsdóttir sem ræddi liði 4.1. og 4.6. og kynnti tillögu. Berglind Harpa Svavarsdóttir, sem ræddi liði 4.1 og 4.6. Gunnar Jónsson, sem ræddi lið 4.1 og bar fram fyrirspurn og lið 4.6. Björg Björnsdóttir, sem ræddi lið 4.6. Björn Ingimarsson, sem ræddi lið 4.1 og svaraði fyrirspurn og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi lið 4.1.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti fræðslunefnd erindið. Ljóst er að vegna aðstæðna í nemendahópnum hefur skapast aukin stuðningsþörf.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að brugðist verði við fyrirliggjandi þörf, sem nemur samtals um 1,5 stöðugildum, en fer þess á leit við skólastjórnendur að leitast verði við að mæta afleiddum kostnaði innan samþykktrar fjárhagsáætlunar, eftir því sem unnt er.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

    Björg Björnsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu L-listans:
    Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á hið opinbera að endurskoða reglur um greiðslur til sveitarfélaga vegna stoðþjónustu við nemendur. Ekki verði lengur gerð sú krafa að greiðslurnar skilyrðist við greiningar Greiningarstöðvarinnar þar sem biðlisti er allt að tvö ár. Á meðan sinna skólarnir vitanlega skyldu sinni gagnvart nemendum eins og þeim ber samkvæmt lögum um grunnskóla með tilheyrandi kostnaði fyrir sveitarfélögin.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 44

Málsnúmer 1807004F

Til máls tók: Anna Alexandersdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 5.3.

Fundargerðin lögð fram.

6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432

Málsnúmer 1807002F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 433

Málsnúmer 1807007F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 434

Málsnúmer 1808002F

Á þessum fundi fór bæjarráð með fullnaðarafgreiðsluheimild mála í umboði bæjarstjórnar.

Fundargerðin lögð fram.

9.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201806082

Til máls tók: Stefán Bogi Sveinsson, sem kynnti vinnu við endurskoðun á samþykktum sveitarfélagsins og lagði fram tillögu.

Fulltrúar í bæjarráði hafa að undanförnu farið yfir
samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs, samþykktir einstakra nefnda, launakjör kjörinna fulltrúa og fleiri þætti sem tengjast framangreindu. Meðal þess sem skoðað hefur verið eru launakjör áheyrnarfulltrúa í fastanefndum sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að áheyrnarfulltrúar framboðslista í atvinnu- og menningarnefnd, fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd, sem skipaðir eru á grundvelli sveitarstjórnarlaga, fái greidd laun fyrir setinn fund sem nemur 75% af þóknun aðalfulltrúa í viðkomandi nefnd. Áheyrnarfulltrúar í öðrum nefndum fái ekki greidda þóknun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða

Málsnúmer 201808087

Til máls tóku: Steinar Ingi Þorsteinsson sem ræddi skipan byggingarnefndarinnar og kynnti bókun frá L-listanum. Anna Alexandersdóttir sem ræddi skipan byggingarnefndarinnar og lagði fram bókun frá B- og D-lista. Björg Björnsdóttir, sem ræddi skipan nefndarinnar og Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi skipan nefndarinnar.

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 4.júní sl. var lagt til að ný bæjarstjórn skipaði byggingarnefnd vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við leikskólann Hádegishöfða. Fræðslunefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd hafa nú tilnefnt sína fulltrúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi byggingarnefndina: Fulltrúi fræðslunefndar verði Berglind Harpa Svavarsdóttir, fulltrúi umhverfis- og framkvæmdanefndar verði Benedikt Hlíðar Stefánsson og fulltrúi leikskólans Hádegishöfða verði Guðmunda Vala Jónasdóttir leikskólastjóri. Starfsmenn nefndarinnar verði Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri og Kjartan Róbertsson yfirmaður eignasjóðs.
Fræðslustjóra er falið að kalla nefndina saman sem fyrst.

Samþykkt með 6 atkv. en 3 sátu hjá (SIÞ, KS og BB)

L listinn lagði fram eftirfarandi bókun varðandi 10. lið eða skipun á byggingarnefnd leikskólans við Hádeigshöfða:

L listinn telur að ekki sé rétt að henni staðið þar sem ekkert samráð var haft við minnihlutan við skipun nefndarinnar og L listi eigi rétt á fulltrúa í þá nefnd.

Bókun frá B- og D-lista.
Fulltrúar B- og D-lista benda á að skipan byggingarnefndarinnar er samkvæmt fyrri samþykkt bæjarstjórnar og einnig samkvæmt ákvörðunum viðkomandi nefnda um tilnefningu sinna fulltrúa. Á öllum þeim stigum tóku fulltrúar L-lista þátt í afgreiðslu málsins og því er þar með hafnað að ekkert samráð hafi verið haft um skipan nefndarinnar.

11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar / Lyngás budget guesthouse

Málsnúmer 201807039

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Lyngás 5 - 7 Egilsstöðum. Umsækjandi LMOJ ehf, Jitka Hamrova.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa. Gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftiliti Austurlands liggur ekki fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarstjórn jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarstjórn bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Tjarnarbraut 17

Málsnúmer 201808074

Til máls tók: Steinar Ingi Þorsteinsson, sem vakti athygli á vanhæfi sínu og úrskurðaði forseti hann vanhæfan.

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Tjarnarbraut 17 Egilsstöðum, Crossroads Guesthouse. Umsækjandi Búi í Gerði ehf,Þorsteinn Pétursson.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu umsagnar til næsta fundar og felur byggingarfulltrúa að afla frekari gagna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (SIÞ).

13.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/ Álfatröð 8a

Málsnúmer 201808086

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Álfatröð 8 a Egilsstöðum. Umsækjandi er Ásdís Sigurjónsdóttir.

Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa sem tilgreinir að frekari gögn vanti með umsögninni. Gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur ekki fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs veitir neikvæða umsögn um veitingu leyfisins með vísan til þess að umrætt húsnæði er í íbúðarhverfi samkvæmt skipulagi. Með setningu verklagsreglna Fljótsdalshéraðs frá 01.02.2017 var mótuð sú stefna að hálfu bæjarstjórnar að rekstur gistingar í atvinnuskyni eigi ekki heima í íbúðahverfum í þéttbýli. Frá þeim tíma hafa því umsækjendur um slík leyfi mátt vænta neikvæðrar umsagnar bæjarstjórnar um gistingu í atvinnuskyni í íbúðahverfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


Fundi slitið - kl. 18:45.