Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs
1.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 435
Málsnúmer 1808007F
1.1
201801001
Fjármál 2018
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs lagði Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fram drög að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2018, vegna 25 milljón kr. hækkunar launaliða á 0254 og 0255 út af launaleiðréttingu. Gert er ráð fyrir að fjármögnun verði mætt með hækkun framlaga vegna málaflokks fatlaðra.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 5, sem sundurliðast þannig:
02-50 hækkun tekna um 25 milljónir
02-54 hækkun launaliða 7,5 milljónir
02-55 hækkun launaliða 17,5 milljónir.
Tilfærsla áður samþykktrar áætlunar.
02-50 lækkun tekna 67,2 milljónir.
0010-0143 hækkun tekna 67,2 milljónir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Á fundi bæjarráðs voru lagðar fram árbækur Ferðafélags Íslands um Fljótsdalshérað, sem höfundur þeirra Hjörleifur Guttormsson sendi sveitarfélaginu að gjöf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar Hjörleifi fyrir bækurnar og ekki síður þá miklu vinnu sem hann hefur í gegnum tíðina lagt fram, við að safna saman og gefa út fróðleik um náttúru og sögu Fljótsdalshéraðs og Austurlands.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
2.Atvinnu- og menningarnefnd - 72
Málsnúmer 1807005F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Samkvæmt samþykktum fyrir atvinnu- og menningarnefnd tilnefnir nefndin þrjá fulltrúa í stjórn Minjasafns Austurlands m.a. til að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi safnsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi skipi stjórn Minjasafns Austurlands: Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður (B) Jónína Brynjólfsdóttir til vara (B) Guðrún Ragna Einarsdóttir (D) Sigríður Sigmundsdóttir til vara (D) Steinar Ingi Þorsteinsson, (L) Sigrún Blöndal til vara (L).
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum, Stórurð, Stapavík, Hjálmárdalsheiði, Vestdal og Vestdalsvatni í tvo mánuði ár hvert, fyrst árið 2019.
Erindinu var beint til atvinnu- og menningarnefndar frá bæjarráði 25. júní 2018, til umfjöllunar og tillögugerðar. Þá hefur náttúruverndarnefnd einnig veitt umsögn um málið á fundi sínum 2. júlí 2018.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og náttúruverndarnefnd og telur mikilvægt að sveitarfélagið komi að þessu verkefni og að gerður verði samningur milli aðila um það. Sérstaklega verði gert ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir 2019.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
3.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 95
Málsnúmer 1807010F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Erindi frá formönnum húsfélaga við Hamragerði 3, 5 og 7 þar sem óskað er eftir að gerðar verði breytingar á deiliskipulagi suðursvæðis.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar hafnar bæjarstjórn erindinu en ítrekar að þegar til framkvæmda verður gengið á þessum stað verði gætt að því að frágangur á svæðinu verði í samræmi við gildandi skipulag þannig að gróður dempi hugsanlega hljóðmengun frá sparkvellinum en jafnframt verði rask á svæðinu eins lítið og mögulegt er.
Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (GI)
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið. Jafnframt er lögð áhersla á að tryggð verði aðkoma að Kirkjubæ með þinglýstri kvöð á lóð.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að veitta jákvæða umsögn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindið.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
3.16
201702095
Rafbílavæðing
Bókun fundar
Fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd lágu samningsdrög við Hlöðu um uppsetningu rafhleðslustöðva á Fljótsdalshéraði. Erindið var áður á dagskrá 85. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa samningsdrögunum til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu eftir að álit lögfræðings liggur fyrir.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Fyrir fundi umhverfis- og framkvæmdanefndar lá fyrirspurn frá Hrafnkeli Elíssyni vegna byggingaráforma að Ártúni 11- 17.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar gerir bæjarstjórn ekki athugasemd við byggingaráformin og samþykkir að erindið fái afgreiðslu í samræmi við 3.mgr. 43.gr. laga nr.122/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingu á Bláskógum 11 þar sem óskað er eftir að gera breytingar á þaki.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að erindið fái málsmeðferð í samræmi við 44. gr. laga nr. 122/2010.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
4.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 264
Málsnúmer 1808004F
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Ruth Magnúsdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, kynnti fræðslunefnd erindið. Ljóst er að vegna aðstæðna í nemendahópnum hefur skapast aukin stuðningsþörf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að brugðist verði við fyrirliggjandi þörf, sem nemur samtals um 1,5 stöðugildum, en fer þess á leit við skólastjórnendur að leitast verði við að mæta afleiddum kostnaði innan samþykktrar fjárhagsáætlunar, eftir því sem unnt er.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Björg Björnsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu L-listans:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs skorar á hið opinbera að endurskoða reglur um greiðslur til sveitarfélaga vegna stoðþjónustu við nemendur. Ekki verði lengur gerð sú krafa að greiðslurnar skilyrðist við greiningar Greiningarstöðvarinnar þar sem biðlisti er allt að tvö ár. Á meðan sinna skólarnir vitanlega skyldu sinni gagnvart nemendum eins og þeim ber samkvæmt lögum um grunnskóla með tilheyrandi kostnaði fyrir sveitarfélögin.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
5.Íþrótta- og tómstundanefnd - 44
Málsnúmer 1807004F
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í íþrótta og tómstundanefnd var lögð fram til kynningar skýrsla Rekstrarfélags Hattar um framtíð knattspyrnumannvirkja á Héraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og fagnar frumkvæði Knattspyrnudeildar Hattar. Mikilvægt er að horft sé til framtíðar hvað varðar frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur beiðni um styrk frá Svanhvíti Antonsdóttur vegna dansnámskeiðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir bæjarstjórn að námskeiðið verði styrkt um kr. 50.000 sem tekið verði af lið 0689.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Fyrir liggur umsókn um styrk vegna hjólreiðakeppninnar Tour de Ormurinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að verkefnið verði styrkt um kr. 150.000 sem tekið verði af lið 0689.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
-
Bókun fundar
Lagt fram til kynningar.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
-
Bókun fundar
Í vinnslu.
6.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432
7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 433
8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 434
9.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs
10.Byggingarnefnd Leikskólans Hádegishöfða
11.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar / Lyngás budget guesthouse
12.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Tjarnarbraut 17
13.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/ Álfatröð 8a
Fundi slitið - kl. 18:45.
Fundargerðin lögð fram.