Atvinnu- og menningarnefnd - 72

Málsnúmer 1807005F

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 22.08.2018

Til máls tók: Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Samkvæmt samþykktum fyrir atvinnu- og menningarnefnd tilnefnir nefndin þrjá fulltrúa í stjórn Minjasafns Austurlands m.a. til að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi safnsins.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að eftirfarandi skipi stjórn Minjasafns Austurlands: Ásdís Helga Bjarnadóttir, formaður (B) Jónína Brynjólfsdóttir til vara (B) Guðrún Ragna Einarsdóttir (D) Sigríður Sigmundsdóttir til vara (D) Steinar Ingi Þorsteinsson, (L) Sigrún Blöndal til vara (L).

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Fyrir liggur bréf frá Ferðafélagi Fljótsdalshéraðs og Ferðamálahópi Borgarfjarðar þar sem óskað er eftir fjárframlagi til að tryggja landvörslu á Víknaslóðum, Stórurð, Stapavík, Hjálmárdalsheiði, Vestdal og Vestdalsvatni í tvo mánuði ár hvert, fyrst árið 2019.
    Erindinu var beint til atvinnu- og menningarnefndar frá bæjarráði 25. júní 2018, til umfjöllunar og tillögugerðar. Þá hefur náttúruverndarnefnd einnig veitt umsögn um málið á fundi sínum 2. júlí 2018.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:
    Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og náttúruverndarnefnd og telur mikilvægt að sveitarfélagið komi að þessu verkefni og að gerður verði samningur milli aðila um það. Sérstaklega verði gert ráð fyrir fjármunum til þess við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir 2019.

    Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
  • Bókun fundar Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Í vinnslu.
  • Bókun fundar Lagt fram til kynningar.