Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/ Álfatröð 8a

Málsnúmer 201808086

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 279. fundur - 22.08.2018

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki II að Álfatröð 8 a Egilsstöðum. Umsækjandi er Ásdís Sigurjónsdóttir.

Fyrir liggur umsögn byggingarfulltrúa sem tilgreinir að frekari gögn vanti með umsögninni. Gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands liggur ekki fyrir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs veitir neikvæða umsögn um veitingu leyfisins með vísan til þess að umrætt húsnæði er í íbúðarhverfi samkvæmt skipulagi. Með setningu verklagsreglna Fljótsdalshéraðs frá 01.02.2017 var mótuð sú stefna að hálfu bæjarstjórnar að rekstur gistingar í atvinnuskyni eigi ekki heima í íbúðahverfum í þéttbýli. Frá þeim tíma hafa því umsækjendur um slík leyfi mátt vænta neikvæðrar umsagnar bæjarstjórnar um gistingu í atvinnuskyni í íbúðahverfum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.