Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs

30. fundur 29. nóvember 2019 kl. 12:00 - 12:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Guðrún Helga Elvarsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Herdís Pálsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofu- og starfsmannastjóri

1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2019

Málsnúmer 201903151

Fyrir lá leiðrétt styrkumsókn frá einstaklingi, sem afgreidd var á fundi 6. nóv sl. en var ranglega fyllt út þannig að upplýsingar um umbeðin styrk voru ekki réttar. Sú styrkúthlutun fellur því niður.

Tekin fyrir umsókn, vegna Bett skólasýningarinnar sem haldin verður í London 22. til 25. janúar nk. Umsækjandi er kona.
Staðfesting og meðmæli yfirmanns á gagnsemi námsins liggur fyrir.
Umsækjandi hefur ekki sótt um einstaklingsstyrk áður í endurmenntunarsjóð.
Samþykkt samhljóða að veita umsækjanda styrk að hámarki kr. 75.000 sem hluta af umræddum heildarkostnaði við námsferðina. Greiðsla styrks er háð námsframvindu og því að heildarstyrkir séu ekki hærri en heildarkostnaður við námið. Ljósrit af kostnaðarreikningum og staðfestingu á námsframvindu liggi fyrir við greiðslu styrksins.

Fundi slitið - kl. 12:15.