Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

81. fundur 19. júní 2019 kl. 16:00 - 16:45 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Almar Aðalsteinsson aðalmaður
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Guðrún Lára Einarsdóttir aðalmaður
  • Kristbjörg Mekkín Helgadóttir varaformaður
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir verkefnastjóri íþrótta- tómstunda- og forvarnarmála

1.Skapandi sumarstörf

Málsnúmer 201906018

Ungmennaráð lýsir yfir ánægju sinni með það að Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð hafi tekið höndum saman um verkefnið Skapandi sumarstörf og það að veita ungmennum í sveitarfélögunum tækifæri til að starfa við listsköpun yfir sumartímann.

Vonast ráðið til þess að verkefnið sé komið til að vera, vaxa og dafna á komandi árum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar 2019

Málsnúmer 201809098

Ungmennaráð þakkar bæjarstjórn kærlega fyrir sameiginlegan fund og vonast til þess að ábendingar frá ungmennaþingi 2019 verði teknar áfram innan stjórnsýslunnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Áfangastaðurinn Austurland, úrbótaganga

Málsnúmer 201811114

Fyrir liggja gögn vegna úrbótagöngu sem haldin var á Egilsstöðum og í Fellabæ sunnudaginn 26. maí 2019.

Ungmennaráð stýrði göngunni og tók niður þær ábendingar sem bárust.

Ráðið leggur til að úrbótaganga verði reglulega á dagskrá í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Sumarfjör á Héraði 2019

Málsnúmer 201905109

Ungmennaráð lýsir yfir ánægju með að upplýsingar um sumarstarf fyrir börn og ungmenni komi út á fleiri tungumálum en íslensku.

Ráðið telur mikilvægt að koma upplýsingum um t.d. tómstundaframlag og nauðsyn hreyfingar fyrir lýðheilsu til sem flestra íbúa sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Þingfundur ungmenna 2019

Málsnúmer 201906055

Fyrir liggja upplýsingar frá Þingfundi ungmenna sem fram fór 16. og 17. júní.

Rafael Rökkvi Freysson var fulltrúi ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs á fundinum en að auki voru Elísabeth Anna Gunnarsdóttir og Dagný Erla Gunnarsdóttir fulltrúar Fljótsdalshéraðs á þinginu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs fagnar aukinni lýðræðisþátttöku ungmenna á Íslandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs 2019-2021

Málsnúmer 201905001

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að snemma næsta haust verði starfsemi þess kynnt vel í öllum grunnskólum sveitarfélagsins, í Menntaskólanum á Egilsstöðum og þeim samtökum og stofnunum sem tilnefna fulltrúa í ráðið.

Núverandi ungmennaráð lýsir sig tilbúið til að aðstoða við kynningu á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 16:45.