Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs 2019-2021

Málsnúmer 201905001

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 81. fundur - 19.06.2019

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs leggur áherslu á að snemma næsta haust verði starfsemi þess kynnt vel í öllum grunnskólum sveitarfélagsins, í Menntaskólanum á Egilsstöðum og þeim samtökum og stofnunum sem tilnefna fulltrúa í ráðið.

Núverandi ungmennaráð lýsir sig tilbúið til að aðstoða við kynningu á því.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.