Götuljós við Borgarfjarðarveg, um Eiða

Málsnúmer 201908166

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 117. fundur - 28.08.2019

Fyrirspun um götulýsingu á Borgarfjarðarvegi, um Eiða.

Vísað til næsta fundar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 118. fundur - 11.09.2019

Fyrirspurn um götulýsingu á Borgarfjarðarvegi, um Eiða.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar erindið og mótmælir því harðlega að lýsing við Borgarfjarðarveg við Eiða hafi verið tekin niður með tilliti til umferðaröryggis á svæðinu. Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hafa samband við Vegagerðina vegna málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.