Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar /Gistiheimilið Eyjólfsstöðum

Málsnúmer 201806131

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 432. fundur - 09.07.2018

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Austurlandi vegna umsóknar um rekstrarleyfi fyrir sölu gistingar í flokki III að Eyjólfsstöðum. Umsækjandi er Ísl. Kristskirkjan, Guðbjartur Árnason.

Fyrir liggur jákvæð umsögn byggingarfulltrúa og gilt starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, veitir bæjarráð jákvæða umsögn og staðfestir jafnframt að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsóknin lýtur að, sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Bæjarráð bendir á að eldvarnareftirlitið og vinnueftirlitið skila sínum umsögnum beint til sýslumanns.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu