Fyrir liggur fundargerð stjórnar Hugvangs frumkvöðlaseturs frá 12. október 2015. En Hugvangur er samstarfsverkefni Fljótsdalshéraðs, Austurbúar, Afls og AN Lausna. Á fundinn undir þessum lið mætti Erlingur Þórarinsson hjá AN Lausnum og sagði frá starfi frumkvöðlasetursins það sem af er árinu. Honum síðan þökkuð koman og upplýsingarnar.
Atvinnu- og menningarnefnd lýsir ánægju með árangur verkefnisins og leggur til að samningur um Hugvang frumkvöðlasetur verði endurnýjaður óbreyttur, með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Framlag til verkefnisins verði tekið af lið 13.81.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd og lýsir ánægju með árangur verkefnisins og samþykkir að samningur um Hugvang frumkvöðlasetur verði endurnýjaður óbreyttur, með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Framlag til verkefnisins verði tekið af lið 13.81.
Atvinnu- og menningarnefnd lýsir ánægju með árangur verkefnisins og leggur til að samningur um Hugvang frumkvöðlasetur verði endurnýjaður óbreyttur, með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2016. Framlag til verkefnisins verði tekið af lið 13.81.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.