Reglur um úthlutun styrkja til menningarmála

Málsnúmer 201510016

Vakta málsnúmer

Atvinnu- og menningarnefnd - 24. fundur - 12.10.2015

Fyrir liggja hugmyndir að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála.

Málið er í vinnslu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 25. fundur - 26.10.2015

Fyrir liggja hugmyndir að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Starfsmanni falið að lagfæra þau drög sem fyrir lágu, í samræmi við umræðu á fundinum. Málið verður afgreitt á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 26. fundur - 09.11.2015

Fyrir liggja drög að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála. Málið var áður á dagskrá á síðasta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að fyrirliggjandi reglur um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála verði samþykktar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Fyrir liggja drög að reglum um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn fyrirliggjandi reglur um úthlutun styrkja sveitarfélagsins til menningarmála.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 41. fundur - 24.10.2016

Fyrir liggja reglur um úthlutun styrkja til menningarmála, en í þeim kemur fram að þær skuli teknar til endurskoðunar í október 2016.

Atvinnu og menningarnefnd leggur til að samþykktir um úthlutun styrkja til menningarmála verði óbreyttar frá því sem nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 246. fundur - 02.11.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að samþykktir um úthlutun styrkja til menningarmála verði óbreyttar frá því sem nú er.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.